Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Mikið af ákvörðunum sem féllu gegn okkur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
West Ham United tók á móti botnliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær og lenti óvænt tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik.

David Datro Fofana skoraði magnað opnunarmark með bylmingsskoti utan vítateigs, áður en Konstantinos Mavropanos varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Hamrarnir áttu hörmulegan fyrri hálfleik en tóku stjórn á leiknum í síðari hálfleik og voru snöggir að minnka muninn. Lucas Paquetá skoraði í upphafi seinni hálfleiks en jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma, þegar Danny Ings bjargaði stigi.

„Í fyrri hálfleik var eins og strákarnir væru þunnir eftir evrópuleikinn á fimmtudagskvöldið, en þeir hristu þetta af sér í leikhlé og áttu frábæran seinni hálfleik. Við klúðruðum svo alltof mikið af færum undir lokin," sagði Moyes eftir jafnteflið.

„Það var mikið af dómaraákvörðunum sem fóru á móti okkur. Línuvörðurinn flaggaði kolranga rangstöðu í fyrri hálfleik sem drap góða sókn hjá okkur og svo áttum við að fá vítaspyrnu þegar Sander Berge skallaði boltann í höndina á sér. Það féll ekkert með okkur."

Moyes endaði á því að hvetja stuðningsmenn West Ham til dáða. Hann gagnrýndi þá fyrir að vera hljóðlátir í bragðdaufum fyrri hálfleik.

„Við þurfum hjálp frá stuðningsmönnum til að koma okkur almennilega í gang. Við þurfum hvatningu og eldmóða úr stúkunni. Við þurfum að hafa alla stuðningsmennina á bakvið okkur og þeir voru það í seinni hálfleik. Stuðningurinn hjálpaði okkur gríðarlega mikið eftir leikhléð og skipti sköpum að lokum."
Athugasemdir
banner
banner
banner