Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 11. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino vann sér ekki inn nein stig hjá eiginkonu sinni
Pressan stigmagnast á argentínska stjórann
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, segist hafa afmæliskvöldverði með eiginkonu sinni eftir jafnteflið gegn Brentford í síðasta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Pochettino var miður sín eftir leikinn og sá sér ekki fært að mæta í kvöldverð með konu sinni á afmælisdeginum sínum.

„Jafnteflið var eins og tap," sagði Pochettino um leikinn gegn Brentford.

„Eiginkona mín var ekki sátt þar sem ég aflýsti kvöldverðinum okkar. Ég sagðist ekki vilja fara út að borða. Ég vildi frekar bara vera heima."

„Ég og þjálfarateymið mitt horfðum á Real Madrid spila á móti Valencia og fengum okkur vín að drekka. Það var ekkert spennandi, við horfðum bara á fótbolta."

Pochettino vann sér ekki inn nein stig hjá eiginkonu sinni þarna en hann kveðst einbeittur á fótboltann. Það er mikil pressa á honum að bæta úr gengi Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner