Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist ekki vera búinn að ræða við Klopp um landsliðið
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Andreas Rettig, stjórnarmaður hjá þýska knattspyrnusambandinu, segir það ekki rétt að sambandið hafi fundað með Jurgen Klopp um að taka við þýska landsliðinu.

Klopp er að hætta með Liverpool í sumar og það hefur verið mikið rætt og skrifað um að næsta starf hans verði með þýska landsliðið.

Það hafa farið sögur af stað að Klopp hafi fundað með þýska knattspyrnusambandinu um að taka við liðinu eftir Evrópumótið í sumar en Rettig segir það ekki rétt.

„Við höfum ekki verið í neinu sambandi við hann. Klopp ætlar sér að taka frí. Við erum ekki að gefa honum nein ferðaráð," sagði Rettig.

Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið en Julian Nagelsmann er núverandi þjálfari þýska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner