Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Aron að hugsa um næsta ár?
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Aron Einar Gunnarsson, sem lengi hefur verið landsliðsfyrirliði Íslands, snúi heim og gangi aftur í raðir Þórs á Akureyri; þar sem ferillinn hófst.

Aron sagði nýverið að hann væri ekki að koma heim strax, en það mun eflaust gerast á endanum.

Rætt var um framtíð Arons þegar farið var yfir Lengjudeildina í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðastliðinn laugardag.

„Aron Einar er að styrkja Þór. Það stendur AK Pure Skin framan á treyjunni. Við vitum það allir," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum en um er að ræða fyrirtæki sem er í eigu Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttur.

Aron er með puttana í málum Þórsara en hann fundaði með Sigurði Heiðari Höskuldssyni áður en hann var ráðinn þjálfari Þórs í vetur. Það er mikill metnaður í Þorpinu þessa stundina og er stefnan sett á að fara upp í sumar.

„Mig grunar að Aron sé að reyna að ýta liðinu upp. Þess vegna kemur til dæmis Birkir Heimis til félagsins, til að Aron komi í Bestu deildina 2025. Ég hugsa að það sé markmiðið, það sé hausinn á Aroni," sagði Baldvin í þættinum en það verður fróðlegt að sjá hvort það gerist.
Útvarpsþátturinn - Dóri Árna og enduskoðuð Lengjuspá
Athugasemdir
banner
banner