Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
U16 lið kvenna tapaði fyrsta leik á móti í Belfast
Mynd: KSÍ
U16 landslið kvenna tapaði 1-2 fyrir Spáni í fyrsta leik liðsins í sérstöku þróunarmóti UEFA, Development Tournament.

Ísland komst yfir þegar Fanney Lísa Jóhannesdóttir úr Stjörnunni skoraði um miðbik fyrri hálfleiks, en Spánn jafnaði stuttu fyrir hálfleik.

Spánverjar skoruðu svo seinn mark sitt á 57. mínútu og þar við sat. Íslenska liðið átti þó flottan leik og spiluðu vel samkvæmt frétt á vefsíðu KSÍ.

Mótið er leikið í Belfast á Norður Írlandi, en Ísland mætir Belgíu á morgun þriðjudag og svo Norður Írlandi á föstudag. Þórður Þórðarson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner