Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. maí 2020 14:44
Elvar Geir Magnússon
Nítján ára leikmaður Atalanta lést
Andrea Rinaldo (til hægri) fagnar marki fyrir unglingalið Atalanta.
Andrea Rinaldo (til hægri) fagnar marki fyrir unglingalið Atalanta.
Mynd: Getty Images
Andrea Rinaldi, nítján ára miðjumaður Atalanta á Ítalíu, lést í morgun. Honum leið illa á föstudaginn þegar hann var við æfingar heima hjá sér og var fluttur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að hann væri með heilaslagæðargúlp.

Rinaldi var hjá D-deildarliðinu Legnano á lánssamningi.

Giovanni Munafò, forseti Atalanta, segir að Rinaldi hafi verið fyrirmyndardrengur innan sem utan vallar.

„Þegar Andrea mætti á æfingu þá kom hann fyrst og heilsaði upp á mig. Það er minning sem ég mun alltaf eiga í hjarta mínu. Þetta var mikill fyrirmyndardrengur og fyrir hönd félagsins votta ég fjölskyldu hans alla okkar samúð," segir Munafò.

Rinaldi varð ítalskur U17 meistari með Atalanta árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner