Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. maí 2022 10:14
Elvar Geir Magnússon
Tveir Úkraínumenn í Þrótt Reykjavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir úkraínskir fótboltamenn hafa fengið leikheimild með Þrótti Reykjavík og eru orðnir löglegir fyrir næsta leik liðsins. Þróttarar heimsækja Hött/Huginn á Egilsstaði á laugardag.

Það eru þeir Kostyantyn Pikul, 26 ára miðvörður, og Kostiantyn Iaroshenko, 35 ára sóknarmiðjumaður. Sá síðarnefndi á úkraínskan bikarmeistaratitil á ferilskránni, með Vorskla Poltava 2009, og leiki með U21 landsliði Úkraínu.

Þeir koma báðir frá úkraínska B-deildarliðinu Alyans.

Þróttur féll úr Lengjudeildinni í fyrra og byrjaði 2. deildina á að tapa 0-4 á heimavelli gegn Njarðvík.

Í dag er íslenski gluggadagurinn en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner