Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal og Nketiah ekki búin að komast að samkomulagi
Mynd: Getty Images

Ensk úrvalsdeildarfélög eru flest búin að staðfesta hvaða leikmenn fara á frjálsri sölu þegar samningar þeirra renna út um mánaðarmótin.


Eddie Nketiah, sóknarmaður Arsenal, er á lista yfir leikmenn sem renna út á samningi í sumar en hann er enn í viðræðum við félagið.

Hinn 23 ára Nketiah skoraði fimm mörk í síðustu sjö leikjum úrvalsdeildartímabilsins og vill vera áfram hjá Arsenal ef hann fær loforð um aukinn spiltíma á næstu leiktíð. Nketiah spilaði ekki fyrir aðallið Arsenal í heilt ár áður en hann tók framherjastöðuna í vor. 

Arsenal er án sóknarmanna eftir að Pierre-Emerick Aubameyang fór til Barcelona í janúar og Alexandre Lacazette hleypt frítt til Lyon á dögunum. Mikel Arteta hefur miklar mætur á Nketiah og vill einnig kaupa Gabriel Jesus til að leiða sóknarlínuna.

Nketiah var orðaður við félagaskipti til Crystal Palace í janúar og er eftirsóttur af ýmsum liðum í úrvalsdeildinni.

„Ég vil vera áfram hjá Arsenal á næsta ári en það sem skiptir mig mestu máli er að vera hamingjusamur og fá að spila fótbolta," sagði Nketiah í viðtali í maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner