Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 11. júlí 2018 16:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Króatíu og Englands: Óbreytt hjá Southgate
Raheem Sterling og Jesse Lingard í banastuði.
Raheem Sterling og Jesse Lingard í banastuði.
Mynd: Getty Images
Klukkan 18:00 flautar tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir til leiks í Moskvu þar sem Króatía og England eigast við í undanúrslitum HM.

Leikið verður til þrautar og mun sigurliðið leika gegn Frökkum í úrslitaleik á sunnudaginn.

Hægri bakvörður króatíska liðsins, Sime Vrsaljko, meiddist á hné í leiknum gegn Rússlandi og getur ekki spilað í kvöld.

Markvörðurinn Danijel Subasic hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri en er klár í slaginn.

Allir leikmenn Englands eru klárir í slaginn og Gareth Southgate landsliðsþjálfari teflir fram óbreyttu byrjunarliði.

Jamie Vardy er klár eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svíum vegna nárameiðsla og þá er Jordan Henderson búinn að jafna sig af meiðslum á læri.
Byrjunarlið Króatíu: Subasic, Vrsaljko, Lovren, Vida, Strinic, Rakitic, Brozovic, Modric, Perisic, Rebic, Mandzukic.

Byrjunarlið Englands: Pickford; Walker, Stones, Maguire; Trippier, Lingard, Henderson, Young; Dele Alli, Kane, Sterling.


Athugasemdir
banner
banner