Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. júlí 2019 09:09
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam segist hafa hafnað Newcastle
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce segist hafa hafnað möguleika á að taka við sem stjóri Newcastle á dögunum. Newcastle er í stjóraleit eftir að Rafael Benítez hætti í lok síðasta mánaðar.

Stóri Sam stýrði Newcastle 2007/2008 en hann hefur verið í fríi frá fótbolta í rúmlega ár eða síðan hann hætti hjá Everton.

„Ég var upp með mér að þeir íhugðu að fá mig en ég vildi ekki fara til baka. Þetta var ekki fyrir mig og ég sagði kurteislega nei," sagði Sam í viðtali á Talksport í morgun.

„Ég ræddi aldrei við Mike (Ashley, eiganda Newcastle). Umboðsmaður minn hafði samband og ég hugsaði um þetta en eftir að hafa skoðað stöðuna þá þakkaði ég þeim fyrir og sagði þeim að þetta væri ekki fyrir mig."

„Ef þetta hefði verið í fyrsta skipti sem þeir vildu fá mig þá hefði ég kannski hoppað á þetta. Ég kann að meta tilboðið en ég var hissa á að fá það. Ég hef ekki unnið heilt tímabil."

Athugasemdir
banner
banner
banner