Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. september 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Areola framar í röðinni hjá PSG en Buffon
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel segir að hann hafi tilkynnt Alphonse Areola markmanni PSG að hann verði aðalmarkvörður liðsins ef hann haldi áfram að spila vel.

Gianluigi Buffon gekk til liðs við PSG í sumar eftir 17 ár hjá Juventus á Ítalíu. Buffon byrjaði fyrstu þrjá leiki tímabilsins en síðan tók Areola við og stóð í markinu í næstu þremur leikjum.

„Hann er númer eitt. Það gæti svo breyst en ég sagði Alphonse að hann væri í kjörstöðu til þess að tryggja sér markmannsstöðuna áfram.”

„Við erum með tvo markmenn sem eru báðir með sterkan persónuleika. Buffon er goðsögn og Alphonse lítur upp til hans. Alphonse getur lært mikið af honum. Buffon er ekki bara leikmaður sem situr á bekknum, hann hefur áhrif hér á hverjum degi,” sagði Tuchel.


Areola lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland í síðustu viku í 0-0 jafntefli gegn Þýskalandi og átti mjög góðan leik. Hann byrjaði einnig í 2-1 sigrinum gegn Hollandi í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner