Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. september 2018 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher telur að Rashford þurfi að fara frá Man Utd
Lukaku er aðalframherji Man Utd. Þarf Rashford að leita sér að öðru liði?
Lukaku er aðalframherji Man Utd. Þarf Rashford að leita sér að öðru liði?
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports, segir að Marcus Rashford þurfi kannski að yfirgefa Manchester United til að komast í heimsklassa.

Sjá einnig:
Shearer: Rashford þarf að skoða sín mál

Rashford skoraði eina markið þegar England sigraði Sviss í vináttulandsleik sem fram fór á heimavelli Leicester í kvöld.

Þetta er annar landsleikurinn í röð sem Rashford skorar í, en hjá Manchester United er hann ekki með fast byrjunarliðssæti og þegar hann spilar er hann oftast úti á kanti þar sem Romelu Lukaku er aðalsóknarmaðurinn hjá Jose Mourinho, sem spilar eiginlega alltaf bara með einn sóknarmann.

„Ég sé ekki fyrir mér að Rashford nái að slá Lukaku út úr liðinu, en Lukaku var hjá Chelsea og hann þurfti að fara þaðan og fór til Everton. Hann var markahæstur þar og gekk síðan í raðir Manchester United. Ef Rashford myndi fara til Everton þá gæti hann spilað í hverri viku," sagði Carragher í kvöld.

Rashford er aðeins tvítugur að aldri en hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið undir lok tímabilsins 2015/16.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner