Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 19:30
Aksentije Milisic
Klopp: Thiago er góður leikmaður og Liverpool er stórt félag
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Englandsmeistara Liverpool, hefur enn ekki útilokað það að félagið fái til sín miðjumanninn Thiago Alcantara.

Thiago hefur mikið verið orðaður við Liverpool í allt sumar eftir að hann gaf það út að hann vilji yfirgefa Bayern Munchen. Nú þegar tímabilið er að hefjast í Englandi, þá hefur Klopp verið spurður út í málið enn eina ferðina.

„Ég get ekki útilokað það að hann komi, svo lengi sem félagsskiptaglugginn sé opinn, það er allt sem ég get sagt um þetta," sagði Klopp.

„Hef ég sagt að Thiago sé góður leikmaður? Það er langt síðan!
Það er ánægjulegt að við séum orðaðir við hann af því hann er góður leikmaður og Liverpool er stórt félag, en ég get ekki sagt mikið annað en það."


Liverpool hefur tíma til 5. október til þess að ganga frá félagsskiptum en Kostas Tsimikas frá Olympiacos fyrr í sumar á tæpar 12 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner