Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. september 2021 18:36
Brynjar Ingi Erluson
England: Lukaku heitur í góðum sigri á Villa
Romelu Lukaku fagnar á Stamford Bridge
Romelu Lukaku fagnar á Stamford Bridge
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 0 Aston Villa
1-0 Romelu Lukaku ('15 )
2-0 Mateo Kovacic ('49 )
3-0 Romelu Lukaku ('90 )

Evrópumeistarar Chelsea unnu góðan 3-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðin mættust á Stamford Bridge. Romelu Lukaku skoraði tvívegis fyrir þá bláklæddu.

Heimamenn voru nálægt því að komast yfir á 9. mínútu er Callum Hudson-Odoi átti hornspyrnu sem fór í gegnum allan pakkann og þurfti Ezra Konsa að hafa sig allan í að bjarga á línu.

Sex mínútum síðar fór boltinn hins vegar í netið. Lukaku gerði það eftir sendingu frá Mateo Kovacic. Fyrsta mark hans á Stamford Bridge.

Villa-menn voru líklegir í að ná jöfnunarmarki í fyrri hálfleiknum en Edouard Mendy var vel á verði í markinu og sá við Ollie Watkins, Tyrone Mings og Konsa.

Kovacic bætti við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks. Mings átti slaka sendingu til baka á Steer og komst Kovacic inn í sendingu áður en hann kláraði örugglega í netið.

Lukaku rak svo síðasta naglann í kistu Villa undir lok leiks með góðu marki eftir sendingu frá Cesar Azpilicueta. Annað mark hans í dag og Chelsea fagnar 3-0 sigri.

Chelsea er því með 10 stig, jafnmörg og Manchester United sem er á toppnum með fleiri mörk skoruð.
Athugasemdir
banner
banner