Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Ronaldo: Ég verð stressaður
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo vonast til að setja pressu á Ole Gunnar Solskjær fyrir leik gegn Newcastle á morgun.

Ronaldo vonar að hann nái að sannfæra Solskjær um að byrja þennan leik eftir að hafa gengið í raðir Man Utd í lok gluggans í ágúst.

Þetta er endurkoma Ronaldo til Manchester en hann yfirgaf félagið fyrir 12 árum síðan.

„Ég var svo stressaður í fyrsta leiknum og ég verð stressaður á laugardaginn en auðvitað er ég með meiri reynslu og þroska," sagði Ronaldo.

„Ég verð tilbúinn og ég vona að ég setji pressu á Ole núna að fá að byrja þennan leik. Ég er klar í slaginn."

„Hugmyndafræði félagsins breytist aldrei, það er alltaf að vinna og skrá sig í sögubækurnar. Ég er kominn hingað til að hjálpa í því."

Ronaldo er 36 ára gamall í dag og hefur leikið með Juventus og Real Madrid síðustu árin.
Athugasemdir
banner
banner