Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Bróðir Higuain mættur til Inter Miami (Staðfest)
Federico Higuain er mættur til Inter Miami
Federico Higuain er mættur til Inter Miami
Mynd: Inter Miami
Bandaríska félagið Inter Miami hefur samið við argentínska sóknartengiliðinn Federico Higuain en hann kemur frá bandaríska liðinu D.C. United.

Inter Miami fékk Gonzalo Higuain frá Juventus í september en argentínski framherjinn skoraði mark úr aukaspyrnu í 2-1 sigri á New York Red Bulls á dögunum.

Bræðurnir ólust upp hjá River Plate í Argentínu en leiðir þeirra skildust árið 2007. Gonzalo fór til Real Madrid á meðan Federico fór til Besiktas.

Nú þrettán árum síðar eru þeir sameinaðir hjá Inter Miami en Federico er 35 ára gamall.

Federico hefur spilað 217 leiki í MLS-deildinni, skorað 61 mark og lagt upp 68. Hann spilaði í átta ár með Columbus Crew áður en hann fór til D.C. United í mars en er nú mættur til Miami.
Athugasemdir
banner
banner
banner