Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 11. nóvember 2017 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Káfað á Messi í fáránlegum sjónvarpsþætti
Mynd: Getty Images
Fótboltaáhugamenn um allan heim hafa nóg við sinn tíma að gera þessa stundina þar sem núna er landsleikjahlé.

Á Reddit tókst einhverjum að grafa upp gamalt myndband þar sem Lionel Messi kemur við sögu.

Myndbandið sem um ræðir er hreint út sagt fáránlegt og væntanlega það skrýtnasta sem Messi hefur tekið þátt í.

Í myndbandinu sést ungur Messi koma fram í sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones, en myndbandið er líklega sjö eða átta ára gamalt, að minnsta kosti.

Messi kemur sem sagt inn í sjónvarpssett og þar taka nokkrir karlar á móti honum. Hann fær mjög, mjög skringilegar móttökur þegar hann gengur inn svo vægt sé til orða tekið.

Í fyrstu grípa þeir í rassinn á Messi, svo er tekið í punginn á honum og loks ráðast þeir allir til athlögu.

Það er spurning hvort um grín hafi verið, hvort Messi hafi verið með í því eða hvað. Það er allt skrítið við þetta.

Myndbandið er hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner