Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. nóvember 2017 06:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Ventura: Verðum að gera betur
Gian Piero Ventura.
Gian Piero Ventura.
Mynd: Getty Images
Gian Piero Ventura, knattspyrnustjóri Ítalska landsliðsins var skiljanlega ekki sáttur með 1-0 tap sinna manna gegn Svíum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM í Rússlandi næsta sumar.

Jakob Johansson skoraði markið sem skilur liðin nú að fyrir seinni leik viðureignarinnar.

„Það hefði breytt öllu ef við hefðum komist yfir, til dæmis þegar Belotti skallaði framhjá," sagði Ventura.

„Leikurinn snérist mikið um líkamleg átök og það kom sér illa fyrir okkur, við getum kannski ekki bætt okkur mikið líkamlega á þeim stutta tíma sem er í næsta leik en við verðum að lesa seinni leikinn betur."

Seinni leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó-borg næstkomandi mánudag og vonast Ventura eftir stuðningi þar.

„Við höfum 90 mínútur til að snúa blaðinu við og ég vonast eftir góðum stuðningi á San Siro."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner