Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 11. nóvember 2021 21:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Íslands: Elías að negla markvarðarstöðuna
Icelandair
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó
Daníel Leó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur
Jón Dagur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Rúmeníu ytra í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Einkunnir íslensku leikmannanna má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: Rúmenía 0 -  0 Ísland

Elías Rafn Ólafsson - 8 Maður leiksins
Frábær í markinu, öruggur í öllum sínum aðgerðum. Fljótur út úr markinu og hélt öllum skotum. Hann gerir sterkt tilkall til þess að vera aðalmarkvörður til frambúðar.

Alfons Sampsted - 6
Fínasta frammistaða, á enn eftir að sýna frábæran leik en var flottur varnarlega.

Brynjar Ingi Bjarnason - 8
Virkilega öflugur og skallaði ófáa bolta í burtu. Átti að skora í fyrri!

Daníel Leó Grétarsson - 7
Mjög góður eins og Brynjar, henti sér fyrir skottilraunir og kostur að vera með örvfættan miðvörð þegar spilað er stutt úr útspörkum.

Ari Freyr Skúlason ('15) Fór meiddur af velli - Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Birkir Bjarnason - 6
Flottur djúpur á vellinum en oft verið betri með boltann.

Stefán Teitur Þórðarson ('74) - 7
Löngu innköstin mjög öflug og gott að grípa í gamalt vopn. Vinnslan var góð í Stefáni sem er að koma vel inn í landsliðið.

Ísak Bergmann Jóhannesson ('90) - 7
Ísak var betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Mikil reynsla og hann er mikill fótboltaheili. Manni finnst hann vera að tengja betur við liðsfélagana.

Albert Guðmundsson ('90) - 6
Áfram svolítið mikið næstum því hjá Aberti, leka af honum gæðin og leikskilningurinn en það vantar smá upp á.

Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Áræðinn með boltann og var alltaf ógnandi úti á vinstri kantinum. Verður erfitt að slá Jón úr liðinu.

Sveinn Aron Guðjohnsen ('74) - 6
Á inni nokkrar aukaspyrnur frá dómara leiksins. Gerði ágætlega heilt yfir.

Varamenn:

('15) Guðmundur Þórarinsson - 7
Flottar spyrnur og stóð sig vel varnarlega. Kom inn þegar Ari meiddist og var smá tíma að komast í takt. Við skorum eftir fyrirgjöf frá Gumma í næsta leik!

('74) Þórir Jóhann Helgason Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

('74) Andri Lucas Guðjohnsen Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

('90) Aron Elís Þrándarson Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

('90) Mikael Egill Ellertsson Spilaði ekki nóg til að fá einkunn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner