Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. febrúar 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Will Daniels líklega ekki áfram hjá Grindavík
Will Daniels í leik með Grindavík.
Will Daniels í leik með Grindavík.
Mynd: Raggi Óla
Ólíklegt er að bandaríski framherjinn Will Daniels verði áfram hjá Grindavík en hann hefur leikið með liðinu undanfarin þrjú ár.

Grindvíkingar bættu í gær Patrick N'Koyi og Vladimir Tufegdzic við sóknarlínu sína og ólíklegt er að Will verði áfram hjá félaginu en hann er samningslaus.

„Það eru meiri líkur á að hann verði ekki áfram. Við vorum að reyna að semja við hann en hann er úti í Bandaríkjunum og er að pæla í einhverju öðru. Ég vil fá hópinn saman sem fyrst því þetta er nýtt lið svo ég tel ólílegt að hann komi aftur," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag.

Will skoraði fimm mörk í Pepsi-deildinni í fyrra eftir að hafa gert eitt mark árið áður og sex mörk í Inkasso-deildinni 2016. Árið 2015 spilaði hann með Ægi í 2. deildinni.

Komnir:
Josip Zeba frá HAGL
Marc McAusland frá Keflavík
Patrick N'Koyi frá Top Oss
Vladan Djogatovic frá Serbíu
Vladimir Tufegdzic frá KA

Farnir:
Björn Berg Bryde í Stjörnuna
Brynjar Ásgeir Guðmundsson í FH
Kristijan Jajalo
Matthías Örn Friðriksson hættur
Sam Hewson í Fylki
Sito til Bandaríkjanna

Samningslausir:
Will Daniels
Athugasemdir
banner
banner
banner