Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 08:28
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Avram Grant öskuillur vegna ummæla Hareide
Icelandair
Avram Grant er fyrrum landsliðsþjálfari Ísraels.
Avram Grant er fyrrum landsliðsþjálfari Ísraels.
Mynd: Getty Images
Grant í góðum félagsskap íþróttafréttamannana Þorkels Gunnars og Henrys Birgis.
Grant í góðum félagsskap íþróttafréttamannana Þorkels Gunnars og Henrys Birgis.
Mynd: RanieNro
Ísraelsmaðurinn Avram Grant er öskuillur vegna ummæla Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands. Grant er fyrrum stjóri Chelsea og fyrrum landsliðsþjálfari Ísraels en stýrir nú landsliði Sambíu.

Ísland mætir Ísrael í Búdapest í næstu viku, í umspili um að komast á EM í Þýskalandi. Hareide sagði í viðtali á dögunum að sér liði illa með að mæta Ísrael.

„Að mínu mati þá ættum við ekki að spila þennan leik, en við neyðumst til að gera það útaf alvarlegum afleiðingum fyrir íslenska landsliðið ef við neitum að mæta til leiks," sagði Hareide í viðtali við Vísi.

„En ef þið spyrjið mig persónulega, þá myndi ég hika við að spila gegn Ísrael eins og staðan er í dag útaf þeim hryllingi sem er að eiga sér stað á Gaza. Það sem hefur verið gert við konur, börn og aðra saklausa borgara er hryllilegt."

Þessi ummæli Hareide rötuðu í ísraelska fjölmiðla og nú hefur Grant tjáð sig um þau í samtali við Morgunblaðið og kallar Hareide hræsnara.

„Ég sá hvað þjálfari Íslands sagði. Ég þekki hann ekki persónulega en ég er ósáttur við að hann skuli blanda íþróttum saman við eitthvað sem hann hefur enga þekkingu á," segir Grant og segist sjálfur mótfallinn því að almennir borgarar séu gerðir að fórnarlömbum.

„En menn verða að muna að þetta hófst allt á fjöldamorði Hamasliða. Ég vil því spyrja þjálfarann: Hvers vegna sagðir þú ekkert um fjöldamorðin í Ísrael 7. október? Hvers vegna sagðir þú ekki: Ég er niðurbrotinn vegna allra þeirra kvenna sem var nauðgað, vegna barnanna sem voru afhöfðuð, vegna gamla fólksins sem var brennt lifandi? Vegna foreldra sem voru skotin í augsýn barna sinna."

„Þessi maður og hans líkar eru þvílíkir hræsnarar," sagði Grant meðal annars en viðtalið við hann er í heild sinni í Morgunblaðinu í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner