Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Tveir áhugaverðir leikir á dagskrá
Haukar og Fjölnir verða í eldlínunni í kvöld.
Haukar og Fjölnir verða í eldlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir á dagskrá í Lengjubikarnum í dag en þeir eru báðir í C-deild kvenna.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:00. Í Egilshöllinni tekur Fjölnir á móti Álftanesi og á sama tíma spila Haukar við KH á BIRTU vellinum í Hafnarfirði.

Fyrir þessa leiki er Álftanes á toppi riðilsins með fimm stig úr þremur leikjum, en hin þrjú liðin eru bara búin að spila einn leik.

Fjölnir er með þrjú stig en Haukar og KH eru með eitt stig hvort.

þriðjudagur 12. mars

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
19:00 Fjölnir-Álftanes (Egilshöll)
19:00 Haukar-KH (BIRTU völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner