Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Juventus og Napoli vilja fyrirliða Bologna
Mynd: EPA
Lewis Ferguson, leikmaður Bologna á Ítalíu, er einn heitasti bitinn á markaðnum í sumar en bæði Juventus og Napoli horfa hýru auga til leikmannsins.

Ferguson, sem er 24 ára gamall miðjumaður, var keyptur til Bologna frá Aberdeen fyrir aðeins 3 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Hann hefur staðist allar þær væntingar sem gerðar voru til hans og rúmlega það, en Bologna hefur verðlaunað frammistöðu hans með nýjum samningi og fyrirliðabandi.

Slegist verður um skoska landsliðsmaninnn í sumar en risarnir á Ítalíu, Juventus og Napoli, eru afar áhugasöm um að fá hann.

Talið er að Bologna vilji fá að minnsta kosti 22 milljónir punda fyrir Ferguson, sem hefur komið að tíu mörkum í 27 leikjum á þessari leiktíð.

Bologna hefur spilað frábærlega það sem af er tímabili en liðið er í 4. sæti deildarinnar, með þriggja stiga forystu á Roma í Meistaradeildarbaráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner