Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingalandsliðsmaður semur við KFA
Daníel Michal með formanni knattspyrnudeildar KFA, Hilmari Jökli.
Daníel Michal með formanni knattspyrnudeildar KFA, Hilmari Jökli.
Mynd: KFA
Hinn ungi og bráðefnilegi Daníel Michal hefur gert samning við KFA út tímabilið 2024, en hann er fæddur og uppalinn Reyðfirðingur og hefur alist upp í fótboltanum í Fjarðabyggð.

Daníel er fæddur árið 2009 og fagnaði því 15 ára afmæli sínu þann 9. mars síðastliðinn.

Daníel á að baki þrjá leiki með U15 ára landsliði Íslands og hefur skorað í þeim eitt mark.

„Daníel hefur nú þegar látið til sín taka með KFA en hann skoraði annað marka okkar manna í 2-1 sigri á Magna frá Grenivík þann 25. febrúar síðastliðinn," segir í tilkynningu frá félaginu.

„Við hlökkum til að fylgjast með uppgangi Daniels í sumar og vonumst til að hann nái að blómstra með liðinu í 2. deildinni."

KFA leikur áfram í 2. deild í sumar en stefnan er eflaust sett á það að komast upp í Lengjudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner