Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vonast til að geta byrjað að spila aftur fyrir mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan er að snúa til baka eftir að hafa slitið krossband í lok undirbúningstímabilsins í fyrra. Miðvörðurinn söðlaði um eftir síðasta tímabil og sneri aftur í Fram eftir að hafa verið hjá Víkingi í tvö ár.

Kyle er byrjaður að æfa og tekur þessa dagana fullan þátt í æfingum með Fram.

Kyle náði ekki að spila með Fram í Lengjubikarnum en í stuttu samtali við Fótbolta.net segir hann að hann vonist til að spila með Fram í æfingaleik áður en Besta deildin hefst í byrjun apríl.

„Ef planið gengur eftir þá hef ég trú á því að ég nái að spila í leik fyrir mót," sagði Kyle.

Hann er 28 ára Bandaríkjamður sem kom fyrst til Íslands árið 2020 og lék með Fram fyrsta eina og hálfa tímabilið hér á landi áður en hann samdi við Víking.
Athugasemdir
banner