Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kyle: Hann var stór þáttur í því að ég ákvað að fara aftur í Fram
watermark Kyle kom í Fram um mitt tímabilið 2020 og átti frábært tímabil þegar liðið vann Lengjudeildina 2021 með yfirburðum.
Kyle kom í Fram um mitt tímabilið 2020 og átti frábært tímabil þegar liðið vann Lengjudeildina 2021 með yfirburðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Rúnar Kristinsson var ráðinn þjálfari Fram nú í haust.
Rúnar Kristinsson var ráðinn þjálfari Fram nú í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er spennandi að vera mættur aftur, Fram vildi virkilega mikið fá mig sem er ánægjulegt," sagði Kyle McLagan sem skrifaði undir samning við Fram fyrr í þessum mánuði.

Bandaríski miðvörðurinn snýr aftur í Fram eftir tvö tímabil með Víkingi. Hann missti af tímabilinu 2023 vegna meiðsla en stefnir á að vera kominn í gott stand í mars.

„Framarar settu sig í samband og könnuðu hvort ég hefði áhuga á því að snúa aftur, ég sá verkefnið og þá sýn sem Rúnar hefur á það og það var spenanndi. Ákvörðunin snerist um hvað væri best fyrir mig, komandi úr þessum meiðslum þá fannst mér ég þurfa að vera í aðstöðu til að ná fullri heilsu og svo spila eins mikið og ég gæti. Ég hafði nokkra aðra kosti, bæði innan og utan Íslands, en ekkert sem varð að einhverri alvöru," sagði Kyle.

Sérðu eftir þeirri ákvörðun að hafa farið frá Fram þegar liðið fór upp?

„Í fullri hreinskilni þá sé ég ekki eftir því að hafa farið frá Fram. Mér fannst þetta náttúruleg þróun á mínum ferli og ég held að flestir hjá Fram skildu ákvörðun mína, jafnvel þó að þeir hafi kannski ekki verið hrifnir af henni á sínum tíma."

„Ég lít til baka á tíma minn hjá Víkingi með hlýju, ég lærði helling síðustu tvö ár, bæði innan og utan vallar. Þetta er frábær hópur og frábært starfsfólk í kringum félagið. Því miður, þá settu meiðsli strik í reikninginn, en þannig er fótboltinn."


Ertu spenntur að vinna með Rúnari Kristinssyni?

„Ég er mjög spenntur að vinna undir stjórn Rúnars og læra frá honum. Hann var stór þáttur í því að ég ákvað að fara aftur í Fram, ég kann að meta hvernig hans sýn er á félagið og held að það séu spennandi tíma framundan í Úlfarsárdal."

Vildi Víkingur horfa á að aðra kosti í vörninni áður en ákvörðun með þína framtíð yrði tekin?

„Nei, við ræddum ekkert um aðra leikmenn, þetta snerist um mína eigin ákvörðun," sagði Kyle að lokum.
Athugasemdir
banner
banner