Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 10:13
Elvar Geir Magnússon
Wright: Þrír leikmenn hafa breytt rosalega miklu hjá Arsenal
Ian Wright.
Ian Wright.
Mynd: Getty Images
Ian Wright fyrrum leikmaður Arsenal telur að liðið sé sigurstranglegt í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, þökk sé öflugum sumarglugga félagsins.

Arsenal er á toppi deildarinnar á betri markatölu en Liverpool. Liðið hefur verið á fljúgandi siglingu, skorað 33 mörk og aðeins fengið á sig fjögur í deildinni á almanaksárinu 2024.

Stuðningsmenn liðsins fagna þó ekki strax enda minnugir þess að á síðasta tímabili var liðið um tíma með átta stiga forystu en tapaði henni niður og Manchester City vann sinn fimmta titil á sex árum.

Arsenal vann aðeins fjóra af síðustu tíu deildarleikjum síðasta tímabils en Wright telur að staðan sé öðruvísi núna.

„Býr það til einhverjar áhyggjur hjá mér? Nei ekki í augnablikinu. Það sem hefur breyst er innkoma David Raya, Declan Rice og Kai Havertz. Þrír leikmenn sem hafa breytt rosalega miklu," segir Wright sem segir síðasta sumarglugga félagsins hafa verið gríðarlega vel heppnaðan.

„William Saliba var meiddur í fyrra og það hafði mikil áhrif. Leikmenn læra af því sem gerðist á síðasta tímabili. Liðið er vægðarlausara núna og er á góðu skriði."

Næsti leikur City er gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mætir City í næsta deildarleik í lok mánaðarins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner