Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. apríl 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
England um helgina - Stenst Liverpool síðasta stóra prófið?
Liverpool mætir Chelsea
Liverpool mætir Chelsea
Mynd: Getty Images
Burnley mætir Cardiff
Burnley mætir Cardiff
Mynd: Getty Images
Gengur lítið þessa dagana
Gengur lítið þessa dagana
Mynd: Getty Images
34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í kvöld þegar Leicester tekur á móti Newcastle á King Power vellinum. Lið Leicester er óstöðvandi þessa dagana en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.

Tottenham fær Huddersfield í heimsókn í fyrsta leik dagsins á morgun. Tottenham vann góðan sigur á Manchester City í vikunni þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Huddersfield er fallið.

Það verður síðan Íslendingaslagur á Turf Moor þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson mætast. Burnley er svo gott sem búið að bjarga sér frá falli á meðan útlitið er ekki gott fyrir Aron Einar og félaga í Cardiff.

Gylfi Þór Sigurðsson fer með liði sínu, Everton, til Lundúna þar sem að liðið mætir föllnu liði Fulham. Everton-liðið hefur verið að spila vel undanfarið og hefur liðið unnið þrjá leiki í röð.

West Ham mætir á Old Trafford í síðasta leik morgundagsins. Manchester United hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið þarf á öllum þremur stigunum að halda ætli liðið sér að vera áfram í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Tveir leikir eru á dagskrá á sunnudag. Englandsmeistarar Manchester City mæta Crystal Palace í fyrri leik dagsins en klukkan 15:30 verður flautað til leiks í stórleik helgarinnar sem að fram fer á Anfield.

Liverpool fær þá Chelsea í heimsókn en þetta er síðasti leikur Liverpool gegn liðunum í efstu sex sætum deildarinnar. Útlitið verður því ansi gott ef að liðið nær að sækja stigin þrjú. Chelsea er í baráttunni um Meistaradeildarsætið og munu bláklæddir því væntanlega selja sig ansi dýrt.

Umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Arsenal heimsækir Watford.

Í kvöld:
19:00 Leicester - Newcastle (Stöð 2 Sport 2)

Laugardagur:
11:30 Tottenham - Huddersfield (Stöð 2 Sport)
14:00 Brighton - Bournemouth
14:00 Burnley - Cardiff City
14:00 Fulham - Everton (Stöð 2 Sport)
14:00 Southampton - Wolves
16:30 Man Utd - West Ham (Stöð 2 Sport )

Sunnudagur:
13:05 Crystal Palace - Man City (Stöð 2 Sport)
15:30 Liverpool - Chelsea (Stöð 2 Sport)

Mánudagur:
19:00 Watford - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner