Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mónakó leiðir kapphlaupið um Minamino
Takumi Minamino
Takumi Minamino
Mynd: Getty Images
Japanski landsliðsmaðurinn Takumi Minamino er á förum frá Liverpool í sumar.

Liverpool festi kaup á Minamino frá RB Salzburg fyrir tveimur árum en hann hefur aldrei náð að festa sæti sitt í byrjunarliði enska liðsins.

Hann var í litlu hlutverki í deildinni en reyndist besti maður liðsins í ensku bikarkeppnunum.

Minamino var markahæsti maður Liverpool í báðum bikarkeppnunum sem liðið vann á síðustu leiktíð og á mikið lof skilið fyrir framlagið en nú er komið að endalokum.

Paul Joyce, áreiðanlegasti blaðamaðurinn í fréttum sem tengjast Liverpool, segir að Liverpool sé reiðubúið að selja Minamino í sumar og er verðmiðinn 17 milljónir punda.

Mónakó, sem spilar í frönsku deildinni, leiðir kapphlaupið, en Leeds og Southampton hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga síðustu vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner