Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. september 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes og Rice: Hefðum ekki getað spilað mikið verr
Mynd: Getty Images
Mynd: Twitter
David Moyes var ósáttur með frammistöðu sinna manna er West Ham tapaði 0-2 á heimavelli gegn Newcastle á nýju úrvalsdeildartímabili.

„Við áttum gott undirbúningstímabil svo það er skellur að tapa með þessum hætti. Við þurfum að gera mun betur með hópinn sem við höfum. Þetta var slök frammistaða hjá okkur í dag," sagði Moyes.

„Við sýndum ekki næg gæði í þessum leik. Mér fannst dómgæslan ekki góð en hún er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum. Við vorum ósáttir með sumar ákvarðanir en það er bara venjulegt. Við verðum að gera betur í næsta leik, við getum spilað mun betur heldur en við gerðum í dag."

Declan Rice, sem er meðal verðmætustu leikmanna Hamranna, tók undir með Moyes og var sársvekktur.

„Við vorum hræðilegir í dag, ég held að við hefðum ekki getað spilað mikið verr. Við getum ekki leyft okkur að spila svona í úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð vorum við í fallbaráttu og það var ekki gaman," sagði Rice, sem hefur verið eftirsóttur af stórliðum í enska boltanum.

„Það gekk ekkert upp hjá okkur, við áttum lélegar sendingar, lélegar móttökur og sköpuðum ekki mikið af færum. Við verðum að gera betur."

Rice talaði að lokum um vin sinn Grady Diangana sem Hamrarnir seldu til West Bromwich Albion í byrjun mánaðar.

„Það eru tíu dagar síðan Grady fór. Við söknum hans sárt en það hafði ekki áhrif í dag, við erum komnir yfir þetta."
Athugasemdir
banner