Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís með sigurmarkið - Guðrún og Guðlaugur Victor í sigurliði
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún fer vel af stað með Rosengård.
Guðrún fer vel af stað með Rosengård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor í landsleik á dögunum.
Guðlaugur Victor í landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í dag er Íslendingalið Kristianstad vann flottan sigur á heimavelli gegn Linköping.

Sveindís skoraði sigurmarkið - eina mark leiksins - þegar sex mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik.

Sveindís spilaði allan leikinn, líkt og Sif Atladóttir, fyrir Kristianstad. Þær eru báðar í íslenska landsliðshópnum fyrir leik gegn Hollandi í þessum mánuði. Þær fara núna báðar til móts við hópinn í vikunni.

Sveindís, sem er tvítug að aldri, hefur skorað fimm mörk í 13 deildarleikjum á tímabilinu.

Kristianstad er í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir þennan sigur. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu, en þess má geta að DB Pridham, sem spilaði með ÍBV fyrri hluta sumars, var í byrjunarliði Kristianstad í dag.

Þá var Guðrún Arnardóttir í sigurliði Rosengård vann 1-2 sigur á Hammarby. Guðrún Arnardóttir hefur komið sterk inn í vörn Rosengård og spilaði allan leikinn í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék 89 mínútur fyrir Hammarby.



Rosengård er á toppnum með níu stiga forskot þegar sjö umferðir eru eftir. Hammarby er í þriðja sæti.

Guðrún og Berglind Björg eru einnig í landsliðshópnum.

Guðlaugur Victor fyrirliði í góðum sigri
Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var með fyrirliðabandið þegar Schalke 04 vann góðan sigur í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn er Schalke vann 0-1 sigur á Paderborn. Þetta var annar sigur liðsins í röð og er Schalke núna í sjöunda sæti með tíu stig eftir sex leiki. Schalke er það stórt félag að liðið á að vera í efstu deild.

Guðlaugur Victor var í íslenska landsliðshópnum sem lék þrjá leiki fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner