Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. nóvember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Harry Kane: Úrslitaleikurinn og Man City umræðan tóku sinn toll
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane, leikmaður Tottenham, hefur í fyrsta sinn viðurkennt það opinberlega að atburðarás sumarsins hafi tekið sinn toll hjá honum andlega.

England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM alls staðar og Kane fékk ekki söluna til Manchester City sem hann reyndi að fá í gegn. Hann fékk svo lítið sem ekkert undirbúningstímabil áður en enska úrvalsdeildin fór af stað.

Kane hefur verið langt frá sínu besta og illa hefur gengið hjá Tottenham.

„Margir hafa tallað um áhrifin sem það hefur á þig líkamlega að spila á stórmóti og fara svo beint inn í nýtt tímabil. En andlega fer maður líka í gegnum ýmislegt," segir Kane.

„Maður fer í gegnum hæðir og lægðir á stórmóti, kemst svo nálægt því að upplifa drauminn en hann er tekinn frá manni á einu augabragði. Svo voru allar vangavelturnar um mögulega sölu. Þetta hefur allt tekið sinn toll andlega."

„Að hafa tapað úrslitaleik EM á Wembley mun líklega fylgja manni út ferilinn. Maður jafnar sig aldrei algjörlega á því nema maður fari alli leið og vinni stórmót. Þetta hefur verið algjör þeytivinda."

„Maður kemur líkamlega og andlega þreyttur úr stórmóti, skyndilega er enska úrvalsdeildin farin af stað. Maður þarf að glíma við þetta en það er alls ekki auðvelt. Það var ýmislegt rætt og ritað um fjölskyldu mína í sumar, bróðir minn sem er umboðsmaðurinn minn. Ég veit hvað hann gerir fyrir mig sem umboðsmaður, hvað hann gerir fyrir mig sem bróðir. Það er allt sem skiptir máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner