Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City æfði í aðeins tíu mínútur daginn fyrir leikinn gegn Man Utd
Kyle Walker og Kevin De Bruyne tóku bara stutta æfingu fyrir leikinn gegn United
Kyle Walker og Kevin De Bruyne tóku bara stutta æfingu fyrir leikinn gegn United
Mynd: Getty Images
Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City æfðu aðeins í tíu mínútur daginn fyrir nágrannaslaginn gegn Manchester United síðustu helgi en Kevin de Bruyne segir frá þessu í hlaðvarpinu Mid Mid.

De Bruyne segir að daginn fyrir leiki hjá City þá eru æfingarnar miðaðar að taktíska hlutanum en það hafi verið öðruvísi undirbúningur gegn United.

Pep Guardiola, stjóri City, ákvað að hætta með æfinguna eftir aðeins tíu mínútur því hann hafði ekki hugmynd um hvernig United ætlaði að spila í leiknum.

„Daginn fyrir leik þá tökum við vanalega taktíska æfingu eða það fer eftir því hvernig andstæðingurinn spilar. En fyrir leikinn gegn United sagði Pep að hann vissi ekki hvernig þeir myndu spila og það kæmi bara í ljós. Æfingin var því búin eftir tíu mínútur eða svo," sagði De Bruyne.

„Pep veit yfirleitt hvernig andstæðingurinn mun spila en í þetta sinn vissi hann það ekki þannig hann var ekki klár á því hvað við ættum að æfa. Við gerum bara alltaf það sama og vanalega en núna vissi hann þetta ekki fyrirfram ef þeir myndu spila með fimm í vörn eða með fjögurra manna vörn eða með tígulmiðju á miðjunni eða þrjá frammi," sagði hann ennfremur.

Það kom þó ekki að sök. City vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner