Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. mars 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Vardy borðar pizzu og drekkur bjór daginn fyrir leik"
Jamie Vardy er magnað eintak
Jamie Vardy er magnað eintak
Mynd: Getty Images
Ritchie De Laet, fyrrum leikmaður Leicester City á Englandi, segir að Jamie Vardy hafi verið með óvenjulega rútínu daginn fyrir leiki þegar hann var að þruma inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni er liðið varð Englandsmeistari.

Vardy skrifaði sig í sögubækurnar tímabilið 2015-2016 en hann bætti þar met Ruud van Nistelrooy er hann skoraði ellefu leiki í röð í deildinni.

Hann skoraði 24 mörk tímabilið sem Leicester vann deildina en De Laet segir hins vegar frá deginum fyrir leikinn sem Vardy bætti met Nistelrooy. Hann er í dag með 115 mörk í úrvalsdeildinni og er á lista yfir 20 markahæstu menn deildarinnar frá upphafi.

„Daginn fyrir leik þá drekkur Jamie bara bjór og borðar svo pizzu. Daginn áður en hann bætti met Ruud van Nistelrooy með því að skora í ellefu leikjum í röð þá keypti rútubístjórinn rauðvínsflösku sem við földum inn á hótelherbergi. Ég fékk mér eitt glas og Jamie sá um að klára flöskuna, sagði De Laet við Het Nieuwsblad.

Óvíst er hvort Vardy haldi enn í sömu rútínuna en hann sagði hins vegar frá rútínu sinni á leikdegi í Mens Health. Hann drekkur þrjár dósir af Red Bull. Þegar hann vaknar, í hádeginu og rétt fyrir leik.
Athugasemdir
banner
banner