Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Tveir farseðlar til viðbótar í boði
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inter er með 1-0 forskot gegn Atletico.
Inter er með 1-0 forskot gegn Atletico.
Mynd: EPA
Allir sérfræðingarnir spá því að Dortmund fari áfram en fyrri leikurinn við PSV endaði 1-1.
Allir sérfræðingarnir spá því að Dortmund fari áfram en fyrri leikurinn við PSV endaði 1-1.
Mynd: EPA
Í kvöld klárast 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það stefnir í það að átta-liða úrslitin verði gríðarlega áhugaverð.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Ingólfur Sigurðsson

Atletico Madrid 0 - 0 Inter
Atletico nær ekki að setja mark á heimavelli og Ítalarnir tryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Dortmund 3 - 1 PSV
Dortmund mun fara tiltölulega þægilega áfram. Gestirnir í PSV munu ekki eiga séns á útivelli.

Viktor Unnar Illugason

Atletico Madrid 1 - 1 Inter
Þessi er erfiður en ég held að hann endi 1-1 og Inter fer áfram.

Dortmund 2 - 1 PSV
Dortmund kemst í 2-0 og PSV minnkar muninn og setur pressu í lokin en þeir ná ekki jöfnunarmarki.

Fótbolti.net - Baldvin Már Borgarsson

Atletico Madrid 1 - 1 Inter
Tvö vel varnarsinnuð og skipulögð lið, Madridingar eru að elta og þurfa að skora svo þegar það líður á leikinn opnast þeir meira en þeir eru vanir og vilja, Inter kemst yfir en Atletico jafnar seint með bakið upp við vegg og hleypir spennu í lokamínúturnar.

Dortmund 2 - 1 PSV
Þessi viðureign er í járnum og gæti í raun farið á alla vegu þar sem Dortmund er ekki að eiga sitt besta tímabil á meðan Eindhovenpiltar eru að rúlla yfir Hollensku deildina, heimamenn á Westfalen eiga samt að klára þetta, Donny Malen og Jadon Sancho skjóta Dortmund áfram.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 16
Fótbolti.net - 13
Ingólfur Sigurðsson - 8
Athugasemdir
banner
banner