Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 13. mars 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Griezmann klár í slaginn
Mynd: EPA

16 liða úrslitunum í Meistaradeildinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum.


Dortmund og PSV mætast í Þýskalandi í kvöld en staðan er jöfn 1-1 eftir viðureign liðanna í Hollandi. Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum frá því um helgina. Salih Ozcan og Mats Hummels koma inn í lið Dortmund fyrir Julian Ryerson og Nicol Scholtterbeck eftir 2-1 sigur á Werder Bremen.

PSV vann Willum Þór Willumsson og félaga í Go Ahead Eagles. Johan Bakayoko og Joey Veerman koma inn í liðið fyrir Hirving Lozano og Armando Obispo.

Dortmund: Kobel; Sule, Hummels, Ozcan, Maatsen; Sabitzer, Can; Malen, Brandt, Sancho; Fullkrug

PSV: Benitez; Teze, Boscagli, Veerman, Dest; Til, Mauro Jr, Schouten; Bakayoko, De Jong, Tillman

Inter er með 1-0 forystu gegn Atletico Madrid en liðin mætast í Madrid í kvöld.

Antoine Griezmann hefur verið meiddur síðan fyrri leiknum lauk en hann er mættur aftur og er í byrjunarliðinu.

Inter gerir fimm breytingar frá því um helgina en Denzel Dumfries kemur inn í liðið frá fyrri leiknum gegn Inter.

Atletico Madrid: Oblak; Savic, Witsel, Hermoso; Molina, De Paul, Koke, Llorente, Lino; Griezmann, Morata.

Inter Milan: Sommer, Pavard, De Vrij, Bastoni; Dumfries, Barella, Calhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Thuram, Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner