Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur áður sakað þekkta stjóra um að móðga sig og sína
Sergio Conceicao.
Sergio Conceicao.
Mynd: EPA
Það vakti athygli í gær að Sergio Conceicao, þjálfari Porto, var ekki par sáttur við kollega sinn Mikel Arteta, stjóra Arsenal, eftir leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.

„Arteta snéri sér að bekknum í miðjum leik og móðgaði fjölskyldu mína á spænsku. Ég sagði honum að manneskjan sem hann væri að móðga væri ekki lengur á meðal okkar," sagði Conceicao eftir leikinn í gær.

„Leyfum honum að hafa áhyggjur af því hvernig á að þjálfa liðið, sem hefur næg gæði til að spila mun betur."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conceicao sakar kollega sína um að móðga sig og fólkið í kringum sig. Hann var með svipaðar ásakanir í garð Pep Guardiola þegar Porto tapaði gegn City árið 2020.

„Við erum englar samanborðið við þá í hinum boðvangnum. Hann talaði um landið okkar á ljótan hátt. Viðhorf hans var alls ekki skemmtilegt," sagði Conceicao um Guardiola.

Stuttu eftir það mætti Porto liði Chelsea þar sem Thomas Tuchel var við stjórnvölinn. Conceicao var ekki heldur sáttur við Þjóðverjann. „Maðurinn við hlið mér móðgaði mig. Ég sagði við dómarann að fjórði dómarinn hefði heyrt móðganirnar."

Porto er úr leik en á meðan fer Arsenal áfram í átta-liða úrslit keppninnar.


Athugasemdir
banner