Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 14:15
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Hann er ekki heimskur og það er mikilvægt í þessu starfi
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur þegar rætt við Michael Edwards sem mun aftur taka til starfa hjá félaginu í sumar og verður yfir fótboltamálum.

Klopp segir að þeir tveir hafi átt mjög gott spjall enda sé samband þeirra virkilega gott. Margir góðir hlutir hafi gerst þegar þeir unnu saman hjá félaginu.

Klopp var spurður að því hvort Edwards væri að reyna að þrýsta á hann að halda áfram með Liverpool en eins og lesendur vita þá mun Klopp láta af störfum í sumar.

„Nei hann hefur ekki gert það, hann er ekki heimskur og það er mikilvægt í þessu starfi. Haldið þið í alvöru að ég geti skipt um skoðun? Ég segi ekki svona hluti án þess að vera búinn að hugsa málið," segir Klopp.

„Það er ekki eins og ég sé að átta mig á því núna hversu gott félag þetta er. Ég veit að þetta er besta félag í heimi og samt er ég að hætta. Ég vil samt félaginu allt það besta. Ég er viss um að félagið er í góðum höndum með rétta fólkið við stjórnvölinn. Michael er toppmaður í þetta starf."

Liverpool vann Sparta Prag 5-1 í Tékklandi en seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar verður á Anfield á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner