Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 09:49
Elvar Geir Magnússon
Lazio staðfestir uppsögn Sarri
Sarri er keðjureykingamaður.
Sarri er keðjureykingamaður.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio hefur staðfest að Maurizio Sarri sé búinn að segja upp eftir fimmta tap liðsins í sex leikjum í öllum keppnum.

Lazio er í níunda sæti ítölsku A-deildarinnar, sjö stigum frá Evrópusætim eftur tap gegn Udinese á mánudag. Liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku eftir tap gegn Bayern München.

Sarri er 65 ára og fór til Lazio 2021 og leiddi liðið í annað sæti ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

Aðstoðarmaður hans, Giovanni Martusciello, hefur verið settur í stjórastarfið til bráðabirgða.

Lazio mætir Frosinone, sem er í þriðja neðsta sæti, á laugardag og leikur svo gegn Juventus í undanúrslitum ítalska bikarsins í næsta mánuði. Á Ítalíu er leikið heima og að heiman í undanúrslitum.

Sarri stýrði Chelsea eitt tímabil, 2018-19, en þá vann liðið Evrópudeildina, endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit deildabikarsins. Hann vann svo ítalska meistaratitilinn með Juventus 2020.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner