Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 12:45
Elvar Geir Magnússon
Lisandro Martínez í argentínska landsliðinu þrátt fyrir meiðslin
Lisandro Martínez varð heimsmeistari með Argentínu.
Lisandro Martínez varð heimsmeistari með Argentínu.
Mynd: Getty Images
Lisandro Martínez varnarmaður Manchester United hefur verið valinn í argentínska landsliðið þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir hnémeiðsli.

Þessi 26 ára leikmaður meiddist gegn West Ham í febrúar.

Martínez mun fara í argentínska hópinn fyrir tvo vináttulandsleiki; gegn El Salvador þann 23. mars og Kosta Ríka 27. mars. Leikirnir fara báðir fram í Bandaríkjunum.

Manchester United samþykkti að Martínez færi í verkefnið og kláraði endurhæfingu sína með heimsmeisturunum.

Martínez hefur aðeins komið við sögu í átta deildarleikjum með United á tímabilinu en hann meiddist í fæti í september. Hann mætti aftur í janúar og lék þrjá leiki áður en hann meiddist svo á hné.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner