Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Jan Oblak hetja Atletico í vítaspyrnukeppni
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid 2-1 Inter (3-2 í vítaspyrnukeppni)
0-1 Federico Dimarco ('33 )
1-1 Antoine Griezmann ('35 )
2-1 Memphis Depay ('87 )

Það er dramatík á Spáni þar sem Atletico Madrid og Inter eigast við en Inter vann fyrri leikinn á Ítalíu 1-0.


Inter var í ansi góðri stöðu eftir rúmlega hálftíma leik þegar Federico Dimarco kom liðinu yfir en Antoine Griezmann jafnaði metin stuttu síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir röð mistaka í vörn Inter.

Memphis Depay kom inn á sem varamaður og var ekki lengi að láta til sín taka þegar hann skoraði og jafnaði metin í einvíginu. Griezmann hefði getað unnið leikinn fyrir Atletico í uppbótatíma en setti boltann yfir.

Það var fátt um fína drætti í framlengingunni og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.

Jan Oblak var hetja Atletico Madrid í vítaspyrnukeppninni en hann varði tvær af þremur fyrstu spyrnum Inter frá Alexis Sanchez og Davy Klaasen.

Yann Sommer varði aðra spyrnu Atletico frá Saul Niguez og hélt liðinu inn í keppninni. Bæði lið skoruðu úr næstu spyrnum en það var síðan Lautaro Martinez sem skaut hátt yfir úr fimmtu og síðustu spyrnu Inter sem tryggði því Atletico áfram í átta liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner