Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Phillips gengur erfiðlega að fóta sig - „Hlutirnir munu snúast honum í hag“
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Kalvin Phillips hefur farið erfiðlega af stað hjá West Ham og ekki fundið sig. Hann kom á láni frá Manchester City þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila.

Hann fær stuðning frá liðsfélaga sínum hjá West Ham, tékkneska miðjumanninum Tomas Soucek.

„Hann er góður á hverjum degi á æfingunum hjá okkur. Þetta hefur verið erfitt hjá honum eftir tímann hjá Manchester City þar sem hann fékk lítið að spila. Það er því skiljanlegt að það sé erfitt fyrir hann að spila í svona leikjum,“ segir Soucek.

„En við styðjum hann. Við stöndum með honum. Hann er ótrúlega vinnusamur. Ég er hrifinn af leikstíl hans og óska honum alls hins besta í framtíðinni, hann verður mikilvægur fyrir okkur. Það sést á æfingum hversu góður hann er."

David Moyes stjóri West Ham tekur í sama streng.

„Kalvin Phillips þarf bara að halda haus og halda áfram að vinna vel og þá munu hlutirnir snúast honum í hag," segir Moyes.

Phillips er í baráttu um að komast í enska landsliðshópinn en þó hann hafi ekki fengið mikið að spila hjá City hefur hann alltaf staðið sig vel þegar hann hefur spilað fyrir þjóð sína.
Athugasemdir
banner