Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 13. mars 2024 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefnan að Patrik verði klár þegar mótið hefst - Síðasti leikur fyrir rúmu ári
Patrik Johannesen.
Patrik Johannesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonast er til að Færeyingurinn Patrik Johannesen verði klár til að spila með Breiðabliki þegar Íslandsmótið hefst snemma í aprílmánuði.

Patrik gekk í raðir Breiðabliks fyrir Keflavíkur fyrir síðasta tímabili og voru miklar væntingar gerðar til hans.

Hann var að detta í gang með Blikum þegar hann meiddist illa í leik gegn Stjörnunni í maí á síðasta ári. Hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í leiknum.

Patrik segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé ekki að æfa með liðinu í augnblikinu þar sem smávægileg meiðsli tóku sig upp í endurhæfingunni en hann mun byrja að æfa aftur með liðinu á sunnudaginn.

Patrik er 28 ára gamall færeyskur landsliðsmaður sem byrjaði fyrstu fimm leiki Breiðabliks á síðasta tímabili. Það má segja að það sé eins og Blikar séu að fá nýjan leikmenn með endurkomu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner