Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 08:42
Elvar Geir Magnússon
Raya á öllum baksíðum eftir hetjulega frammistöðu
David Raya var hetja Arsenal.
David Raya var hetja Arsenal.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn hirti allar fyrirsagnir.
Spænski markvörðurinn hirti allar fyrirsagnir.
Mynd: Skjáskot
David Raya markvörður Arsenal varði þrjár vítaspyrnur þegar enska liðið vann Porto í vítakeppni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Raya er á baksíðum allra ensku blaðanna en þar má í nánast öllum dagblöðum landsins finna íþróttafréttirnar.

'Glove story' var fyrirsögn Daily Mail og 'HooRaya' hjá Daily Mirror.

„Það er ekkert ævintýri betra en að David Raya hafi verið krýndur hetjan þar sem markvörður Arsenal varði tvær vítaspyrnur á stórkostlegan hátt,“ skrifar John Cross í Mirror.

„Ótrúleg saga fyrir Raya sem var ekki mjög vinsæll kostur þegar Mikel Arteta setti hann í stað Aaron Ramsdale sem markvörð númer eitt hjá Arsenal á þessu tímabili. En þetta var kvöldið þegar aðdáendur Arsenal samþykktu hann, þegar hann bjargaði stórkostlega og sendi aðdáendur heim í alsælu."

Raya fékk gagnrýni í upphafi tímabils en það hefur sýnt sig að Arteta valdi rétt með því að gera hann að aðalmarkverði í stað Ramsdale.
Athugasemdir
banner
banner
banner