Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slapp við refsingu fyrir að klípa í punginn á Savic
Marcus Thuram
Marcus Thuram
Mynd: EPA

Það kom upp ansi furðulegt atvik í leik Atletico Madrid og Inter í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.


Atletico Madrid komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni en liðið jafnaði einvigið undir lok venjulegs leiktíma þegar Memphis Depay skoraði.

Framlengingin var tíðindalítil en Marcus Thuram var þó heppinn að fá ekki rautt spjald þegar hann kleip hressilega í punginn á Stefan Savic varnarmanni Atletico en atvikið var ekki skoðað í VAR.

Honum var síðan skipt af velli stuttu síðar.

Stuðningsmenn höfðu gaman af þessu atviki og nokkrir tjáðu sig á X.

„Hann einbeitti sér að vitlausum bolta," sagði einn.

„Fyrsti boltinn sem Thuram nær tökum á í þessum leik," sagði annar.


Athugasemdir
banner
banner
banner