Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 12:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Þorvaldur staðfestir að Hareide geti valið Albert
Icelandair
Albert er 26 ára og hefur leikið 35 landsleiki fyrir Ísland.
Albert er 26 ára og hefur leikið 35 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfara Íslands er frjálst að velja Albert Guðmundsson í landsliðshópinn fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael. Þetta staðfestir Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ í samtali við RÚV.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Þorvaldur segir að KSÍ líti svo á að mál Alberts hafi verið fellt niður en hann var á síðasta ári kærður fyrir kynferðisbrot. Samkvæmt reglum KSÍ mátti ekki velja hann í landsliðið á meðan rannsókn var í gangi.

Héraðssaksóknari felldi í febrúar niður kynferðisbrotamálið. Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert, segir að verið sé að íhuga það alvarlega að kæra niðurfellingu máls Alberts. Frestur til að kæra rennur út daginn eftir leikinn gegn Ísrael eða 22. mars.

Þorvaldur vill ekki segja segja hvaða áhrif slík kæra hefði á stöðu Alberts í landsliðshópnum verði hann valinn. Staðan í dag er sú að Albert er gjaldgengur.
Athugasemdir
banner
banner
banner