Á föstudaginn verður opinberaður landsliðshópur fyrir umspilið þar sem mun ráðast hvort að Ísland spili á EM í sumar. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins og ef sigur vinnst þá mætir Ísland annað hvort Bosníu & Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn gegn Ísrael fer fram fimmtudaginn 21. mars.
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide getur valið úr flestum af bestu leikmönnum þjóðarinnar en ansi ólíklegt er að hann velji Aron Einar Gunnarsson eða Gylfa Þór Sigurðsson þar sem þeir eru í lítilli leikæfingu. Hörður Björgvin Magnússon er að jafna sig eftir að hafa slitið hásin og Valgeir Lunddal Friðriksson hefur einungis spilað einn hálfleik síðan í október.
Albert Guðmundsson getur snúið aftur í landsliðið þar sem mál hans hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. Það er þó enn hægt að kæra þá niðurstöðu sem gæti haft áhrif á valið á Alberti. Hann hefur ekki verið í landsliðinu frá því í júní í fyrra.
Fótbolti.net setti saman líklegan landsliðshóp fyrir verkefnið. Ef hópurinn verður svona þá verða þrjár breytingar frá leiknum gegn Portúgal í nóvember. Aron Einar Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Mikael Egill Ellertsson voru í þeim hóp. Inn í hópinn koma þeir Albert Guðmundsson, Mikael Anderson og Daníel Leó Grétarsson.
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide getur valið úr flestum af bestu leikmönnum þjóðarinnar en ansi ólíklegt er að hann velji Aron Einar Gunnarsson eða Gylfa Þór Sigurðsson þar sem þeir eru í lítilli leikæfingu. Hörður Björgvin Magnússon er að jafna sig eftir að hafa slitið hásin og Valgeir Lunddal Friðriksson hefur einungis spilað einn hálfleik síðan í október.
Albert Guðmundsson getur snúið aftur í landsliðið þar sem mál hans hefur verið fellt niður af héraðssaksóknara. Það er þó enn hægt að kæra þá niðurstöðu sem gæti haft áhrif á valið á Alberti. Hann hefur ekki verið í landsliðinu frá því í júní í fyrra.
Fótbolti.net setti saman líklegan landsliðshóp fyrir verkefnið. Ef hópurinn verður svona þá verða þrjár breytingar frá leiknum gegn Portúgal í nóvember. Aron Einar Gunnarsson, Stefán Teitur Þórðarson og Mikael Egill Ellertsson voru í þeim hóp. Inn í hópinn koma þeir Albert Guðmundsson, Mikael Anderson og Daníel Leó Grétarsson.
Landsliðshópurinn
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Elías Rafn Ólafsson
Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson
Alfons Sampsted
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Kolbeinn Birgir Finnsson
Guðmundur Þórarinsson
Daníel Leó Grétarsson
Miðjumenn:
Hákon Arnar Haraldsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Arnór Sigurðsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Willum Þór Willumsson
Mikael Neville Anderson
Arnór Ingvi Traustason
Framherjar:
Albert Guðmundsson
Orri Steinn Óskarsson
Alfreð Finnbogason
Andri Lucas Guðjohnsen
Þessir voru hvað næst hópnum: Patrik Sigurður Gunnarsson (markvörður), Logi Tómasson (bakvörður), Migael Egill Ellertsson (miðjumaður), Þórir Jóhann Helgason (miðjumaður), Stefán Teitur Þórðarson (miðjumaður), Dagur Dan Þórhallsson (bakvörður/miðjumaður) og Jón Daði Böðvarsson (Bolton).
Athugasemdir