Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 13. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vangaveltur
Vantar augljóslega eitt púsl í viðbót þó Gylfi skrifi undir
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr var seldur til Noregs.
Hlynur Freyr var seldur til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn fagna marki.
Valsmenn fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gylfi Þór Sigurðsson nálgast Val og eru miklar líkur á því að hann muni spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir í samtali við Vísi að viðræðunum sé ekki lokið en þær eru í gangi. Gylfi hefur verið að æfa með Val á Spáni undanfarna daga.

Það yrði risastórt fyrir Val og Bestu deildina ef Gylfi myndi semja á Hlíðarenda. Gylfi yrði einn stærsti prófíll til að spila í deildinni, ef ekki bara sá stærsti. Þessi 34 ára gamli miðjumaður er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og er hann þá markahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað þar með Swansea, Tottenham og Everton.

En hvernig verður byrjunarlið Vals ef Gylfi semur? Það er áhugavert að skoða það.



Inn af bekknum
Orri Sigurður Ómarsson
Gísli Laxdal Unnarsson
Orri Hrafn Kjartansson
Bjarni Guðjón Brynjólfsson
Lúkas Logi Heimisson
Adam Ægir Pálsson
Kristinn Freyr Sigurðsson

Eitt augljóst púsl sem vantar
Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé rosalega sterkt lið en það vantar augljóslega eitt púsl þarna inn: djúpan miðjumann sem gæti þá spilað með Gylfa og Aroni Jóhannssyni, eða Kristni Frey Sigurðssyni á miðjunni. Aron og Kristinn Freyr eru báðir sóknarsinnaðir, líkt og Gylfi, en það væri líklega ekki mikið jafnvægi á miðjunni ef þeir þrír myndu spila saman. Þó það væri vissulega skemmtilegt að sjá að gerast.

Hlynur Freyr Karlsson var frábær fyrir Val sem djúpur miðjumaður á síðasta tímabili en hann var seldur til Haugesund í Noregi í vetur. Birkir Heimisson, annar leikmaður sem getur leyst þessa stöðu, var nýverið seldur til Þórs og þá er Haukur Páll Sigurðsson búinn að leggja skóna á hilluna.

Það eru kostir fyrir Val þarna eins og til að mynda Jakob Franz Pálsson sem kom frá KR í vetur. Hann er náttúrulegur miðvörður en getur spilað þessa stöðu. Elfar Freyr Helgason gæti stigið upp, og hefur verið að gera það á undirbúningstímabilinu en Arnar Grétarsson vill líklega helst spila honum í miðverði, og þá eru Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Orri Hrafn Kjartansson kostir líka.

En djúpi miðjumaðurinn er líklega mikilvægasta staða fótboltans í dag og utan frá þá virðist Valsmönnum sárlega vanta enn sterkari leikmann í þá stöðu. Guðmundur Þórarinsson hefur verið orðaður við Val og hefur hann spilað sem djúpur miðjumaður á ferlinum þó hann hafi spilað meira sem vinstri bakvörður síðustu ár. Ef Val tekst að landa þannig leikmanni, ásamt Gylfa, þá er erfitt að sjá annað í kortunum en að Valur skáki Víkingi og verði Íslandsmeistari í sumar.

Næsti keppnisleikur Vals er gegn ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins 20. mars og verður fróðlegt að sjá hvort Gylfi muni þar spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner