Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 13:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gylfi sagður vera búinn að skrifa undir hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skrifa undir samning við Val samkvæmt frétt 433.is.

Gylfi hefur verið að æfa með Val á Spáni og félagið verið í viðræðum við hann um að taka slaginn með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi, sem er 34 ára, er markahæsti landsliðsmaður Íslands.

Hann lék með danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby í fyrra en yfirgaf félagið vegna meiðsla. Hann lék 343 mínútur fyrir Lyngby og dreifðist sá spiltími yfir sex leiki.

Gylfi, sem er einn besti landsliðsmaður í sögu Íslands, sneri aftur í landsliðið fyrir gluggann í október í fyrra og bætti þá markametið er hann skoraði tvisvar í þægilegum sigri gegn Liechtenstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner