Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. júní 2018 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Arsenal í viðræðum við Lucas Torreira
Torreira gæti verið á leið til Arsenal
Torreira gæti verið á leið til Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal er í viðræðum við ítalska félagið Sampdoria um kaup á Úrúgvæanum Lucas Torreira.

Torreira er miðjumaður og er það aðalmarkmið Arsenal að styrkja miðjuna í sumar.

Kaupverðið á Torreira er um 26 milljónir punda.

Ekkert samkomulag hefur enn náðst um kaup á leikmanninum en Torreira er í landsliðshópi Úrúgvæ fyrir HM í Rússlandi.

Arsenal munu einnig leita af markverði í sumar en Arsenal hefur nú þegar fengið Stephan Lichtsteiner frá Juventus og þá mun Sokratis Papastathopoulos ganga til liðs við félagið frá Dortmund í júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner